Mynd vikunnar- Perlur úr síldarhreistri.

Mynd vikunnar- Perlur úr síldarhreistri. Aage Riddermann Schiöth fæddist á Akureyri 1902. Fluttist hann til Siglufjarðar árið 1928 þá nýorðinn

Fréttir

Mynd vikunnar- Perlur úr síldarhreistri.

Kristján Ásgrímsson, Jóhann Sigurjónsson, Aage Schiöth og Hafliði Jónsson við hreistursskiljuna
Kristján Ásgrímsson, Jóhann Sigurjónsson, Aage Schiöth og Hafliði Jónsson við hreistursskiljuna
Aage Riddermann Schiöth fæddist á Akureyri 1902. Fluttist hann til Siglufjarðar árið 1928 þá nýorðinn lyfjafræðingur og rak apótek í gömlu timburhúsi við Aðalgötuna. Segja má að hann hafi verið frumkvöðull og gert tilraunir til framleiðslu og  atvinnusköpunar á ýmsum sviðum. Til dæmis rak hann  gosdrykkjarframleiðslu og hét hún Efnagerð Siglufjarðar hf- SANA. En talið er að hann hafi verið farinn að huga að mögulega verðmætum í síldarhreistri fyrir 1950, en þó ekki fyrsti Siglfirðingurinn til þess. Hóf hann tilraunir á eigin spýtur.


Um 1960 tekst honum að vinna úr hreistri gljáefnið gúanín og erlendar verksmiðjur hafi borgað  sæmilegt verð fyrir. Síldarstúlkur söfnuðu hreistri innan úr síldarkössunum og strákar komu með fullar fötur af hreistri og seldu síðan Schiöth. Talið er að Haraldur Þór Friðbergsson hafi smíðað vél, hreistursskilju, fyrir hann. Gljáefnið gúanín sendi hann síðan til Þýskalands til fyrirtækja sem framleiddu perlufestar og perluskreytta kamba og voru þessi skartgripir eftirsóttir og voru m.a. seldir í Apótekinu hjá Schiöth.

Athugasemdir

15.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst