Mynd vikunnar-Barnaheimilið Leikskálar

Mynd vikunnar-Barnaheimilið Leikskálar Snemma var farið að huga að dagvistun fyrir börn á Siglufirði, út af síldarvinnu kvenna. Kvenfélagskonur í

Fréttir

Mynd vikunnar-Barnaheimilið Leikskálar

Barnaheimilið Leikskálar.
Barnaheimilið Leikskálar.

Snemma var farið að huga að dagvistun fyrir börn á Siglufirði, út af síldarvinnu kvenna. Kvenfélagskonur í Kvenfélaginu Von stofnuðu fyrsta dagheimilið á Siglufirði árið 1932 og sáu um rekstur þess til ársins 1973.


Vígsla Leikskála var 21. júní 1940 og var það rekið á sumrin. Að kvöldi miðvikudagsins 19. desember 1973 féll snjóflóð úr Syðra- Strengsgili í Hafnarfjalli og gjöreyðilagði tvö hús við suðurmörk þéttbýlisins.

Annað var barnaheimilið Leikskálar en hitt  hænsnahús sem var þar skammt frá.
Ekkert fólk var statt í húsunum er snjóskriðan féll um kl. 22, en flóðið féll aðeins um 3 metra frá íbúðarhúsinu að Suðurgötu 86 en þar voru 4 íbúar heima. Breidd flóðsins var talin vera um 200 metrar og um hálfur km á lengd.











Heimild : Siglfirðingabók ' 76
Myndir úr Ljósmyndasafni Siglufjarðar nr. 24-00-0188-01, 24-nn-186-01, 12-73-0190-18, 12-73-0188-24,     12-73-0189-30, 12-73-0189-28.



Athugasemdir

10.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst