Mynd vikunnar - Snjóflóð norðan Hvanneyrarár
sksiglo.is | Almennt | 04.02.2011 | 08:00 | Helga Sigurbjörnsdóttir | Lestrar 664 | Athugasemdir ( )
Á annan jóladag, 26. desember 1963, árdegis, kom mikið snjóflóð úr Strákum rétt utan við Hvanneyrarskál á Siglufirði," segir í bókinni Skriðuföll og snjóflóð.
Skall það fyrst á húsið Hvanneyrarhlíð, fyllti það og færði af grunni.
Þessu næst skall flóðið á tveimur nýjum íbúðarhúsum úr steini, nr. 8 og 10 við Fossveg.
Í öðru húsinu hálffylltist eldhús og anddyri, en snjóflóðið fór inn um aðalinngang hins hússins og fyllti ganga.
Fólk sakaði ekki. Síðdegis sama dag féll annað snjóflóð milli fjárhúsa nokkru norðar og fór alla leið í sjó fram.
Í Vísi 27. desember og Morgunblaðinu daginn eftir kemur fram að Síldarleitin hafði haft aðsetur í húsinu Hvanneyrarhlíð síðustu sumur, en húsið var mannlaust þegar flóðið féll og það gjöreyðilagðist.
Heimild : Siglfirskur annáll eftir Þ. Ragnar Jónasson
Athugasemdir