Myndasýning númer 50 í Skálarhlíð

Myndasýning númer 50 í Skálarhlíð Eins og áður hefur komið fram hérna á vefnum, eru ljósmyndasýningar á hverjum þriðjudagsmorgni í Skálarhlíð. Í morgun

Fréttir

Myndasýning númer 50 í Skálarhlíð

Ljósm. S.K.
Ljósm. S.K.

Eins og áður hefur komið fram hérna á vefnum, eru ljósmyndasýningar á hverjum þriðjudagsmorgni í Skálarhlíð.

Í morgun var 50. ljósmyndasýning Ljósmyndasafns Siglufjarðar, og var að venju mættir um það bil  20- 25 manns.


Aðallega er það eldra fólk, bæði það sem býr á Skálarhlíð og þeir sem búa út í bæ sem koma og veita okkur aðstoð við að finna út nöfn fólksins á myndunum.

Yfirleitt er farið yfir 60-65  myndir í hverri sýningu, þannig að myndirnar eru komnar vel yfir 3.000 sem búið er að fara yfir.

Það er alveg ótrúlegt hvað fólkið man eftir nöfnum og staðháttum og eru myndirnar ekki margar sem nöfn fást ekki við, kannski um það bil 10-20% eftir hverja sýningu og færum við þessu góða fólki kærar þakkir fyrir.

Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa á að heimsækja okkur í Skálarhlíð á þriðjudagsmorgnum og njóta með okkur að horfa á þessar gömlu myndir, sem segja ótrúlega skemmtilega sögu, að láta sjá sig því allir eru
velkomnir.










Athugasemdir

14.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst