Myndasýningar Ljósmyndasafns Siglufjarðar á Skálarhlíð
sksiglo.is | Almennt | 11.11.2013 | 12:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 479 | Athugasemdir ( )
Myndasýningar Ljósmyndasafns Siglufjarðar á Skálarhlíð.
Ljósmyndasýningin er á þriðjudagsmorgnum á
Skálarhlíð og stendur frá 10:30 til 11:30.
Mikið er spjallað og skrafað um myndirnar og góður árangur er að
nást í sambandi við það að þekkja fólk, hús og farartæki á myndunum og mjög oft skapast skemmtilegar umræður um
myndirnar.
Myndasýningarnar eru eins og fyrr segir á Skálarhlíð á
þriðjudagsmorgnum frá 10:30 til 11:30 og að sjálfsögðu eru allir velkomnir.
Mörg nöfn sem maður hefur heyrt í gegn um tíðina getur maður nú
tengt við andlit á myndum sem hafa komið fram á sýningunum í Skálarhlíð.
Við borðið sitja frá vinstri Nanna Franklínsdóttir, María Jónsdóttir, Guðbjörg Friðriksdóttir, Svava
Baldvinsdóttir, Berta Jóhannsdóttir stendur við borðið. Fyrir aftan þær frá vinstri eru Sigríður Björnsdóttir,
Kristín Baldursdóttir, Sveinn Þorsteins, Steingrímur Kristinsson, Magnús Pálsson og svo sést grilla í Jón Jónasson (Nonna
Fönnsu) á bak við Svövu og Bertu.
Frá vinstri, Sveinn Sveinsson, Björg Friðriksdóttir og Vilborg Jónsdóttir.



Athugasemdir