Myndband frá Steingrími Kristinssyni með myndum úr SR Verksmiðjunum.
sksiglo.is | Almennt | 20.11.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 502 | Athugasemdir ( )
Steingrímur Kristinsson er einn af okkar duglegri ljósmyndurum. Steingrímur hefur tekið þvílíkan fjölda ljósmynda um æfina sem eru
sannkölluð menningarverðmæti fyrir Siglufjörð og oftar en ekki hefur hann tekið myndir í SR-Verksmiðjum Ríkissins þar sem hann vann til
fjölda ára.
Hér hefur Steingrímur gert myndband með myndum af samstarfsmönnum sínum og starfsfólki SR frá dögum Síldarverksmiðja Ríkisins
sálugu.
Undirspilið er af "Svona var á Sigló" disk sem Leó Óla og félaga gáfu út. Lagið Anna Lára.
Athugasemdir