Myndbandakeppni fyrir grunnskólanemendur
Innsent efni.
Myndbandakeppni fyrir grunnskólanemendur
Ævar vísindamaður er glænýr þáttur á RÚV fyrir börn og
unglinga, stútfullur af ævintýralegum tilraunum og æsispennandi fróðleik. Þættirnir hefja göngu sína eftir áramót en ungir
vísindamenn hafa nóg að gera þangað til.
Frá og með hádegi í dag efnir Ævar til myndbandakeppni meðal
grunnskólanemenda á Íslandi; bekkjarkeppni fyrir 1.-10. bekk og einstaklingskeppni fyrir alla 16 ára og yngri.
Verðlaunin eru glæsileg; vísindapakkar frá Marel (sem innihalda m.a. uppblásið
sólkerfi, stafrænar smásjár, slímkennslusett, loft-fallbyssur og skordýrasafnara) og fyrstu eintökin af nýrri bók eftir Ævar
vísindamann, Umhverfis Ísland í 50 tilraunum, sem kemur út í vor. Sigurmyndböndin eru svo spiluð í sjálfum
lokaþættinum.
Það er enginn vandi að taka þátt; krakkarnir gera tilraun, taka hana upp og setja á
netið.
Slóðin er svo send til Ævars á aevarvisindamadur@ruv.is
Tilraunirnar geta verið margvíslegar, t.d. eitthvað sem bekkurinn finnur upp á sjálfur,
finnur í bók eða kennarinn stingur upp á. Lögð verður áhersla á vönduð vinnubrögð, góðar útskýringar og
áhuga á viðfangsefninu við mat á myndböndunum.
Skilafrestur er til 25. nóvember næstkomandi.
Allar nánari upplýsingar má finna á www.ruv.is/aevar<http://www.ruv.is/aevar>
---
NÁNAR UM ÆVAR VISINDAMANN
Ævar vísindamaður hefur verið fastagestur í Stundinni okkar síðustu
árin en hefur nú sprengt hana utan af sér og er kominn í nýja og enn stærri tilraunastofu. Ævar vísindamaður er leikinn af Ævari
Þór Benediktssyni, sem jafnframt skrifar þættina. Eggert Gunnarsson leikstýrir. Þættirnir eru unnir í samstarfi við Sprengjugengið úr
HÍ, Marel og Vísindavefinn.
Allar nánari upplýsingar um þættina og myndbandakeppnina, ásamt myndböndum og
skemmtilegum ljósmyndum bak við tjöldin má finna áwww.ruv.is/aevar<http://www.ruv.is/aevar>
Fyrir enn frekari upplýsingar má ná í Ævar á aevarthor@gmail.com og í síma 691-7893 eða Eggert leikstjóra á eggertg@ruv.is eða í síma 699-5062.
Athugasemdir