Myndir frá sýningu Ţórs félags safnara.
Eins og kom fram á siglo.is laugardaginn síðasta var sýning 4 og 5 maí. hjá Þór félagi safnara í Siglufirði.
Ég leit inn á sýninguna þar sem ég hef brennandi áhuga á söfnunarmunum og er ég víst einhver ákveðin týpa af
safnara (sumir segja að ég sé meira svona "hirðir" frekar en safnari, vegna þess að ég vill helst ekki henda neinu og hirði nánast allt).
Þessi sýning var mjög skemmtileg og ég vona svo sannarlega að það verði fleiri sýningar hjá Þór og
félagsmönnum.
Hér eru nokkrar myndir.
Kolla Símonar. Kolla safnar bjöllum. Og fyrir neðan bjöllurnar er bíll sem Jói Jóns
átti þegar hann var polli.
Frímerkjasafn sem Kolla á. Þessi frímerki eiga það sameiginlegt að vera öll með rósum.
Þorleifur safnar tilkynningum um fermingarárganga. Elstu fermingarárgangarnir sem
Þorleifur á eru síðan 1943. (Minnir mig, þori ekki alveg að lofa því samt).
Hérna eru 2 magnaðir safnarar. Þór og Abbý.
Athugasemdir