Myrknætti kemur út í dag

Myrknætti kemur út í dag Myrknætti eftir Ragnar Jónasson, sjálfstætt framhald glæpasögunnar Snjóblindu, kemur út hjá Veröld í dag. Haldið verður

Fréttir

Myrknætti kemur út í dag

Myrknætti
Myrknætti
Myrknætti eftir Ragnar Jónasson, sjálfstætt framhald glæpasögunnar Snjóblindu, kemur út hjá Veröld í dag. Haldið verður útgáfuteiti af því tilefni í versluninni Eymundsson á Skólavörðustíg klukkan fimm í dag og eru allir velkomnir, en þar les höfundur úr bókinni.

Myrknætti gerist, líkt og Snjóblinda, að miklu leyti á Siglufirði. Í upphafi bókar finnst illa útleikið lík á afskekktum stað í Skagafirði. Ari Þór Arason, lögreglumaður á Siglufirði, glímir við rannsókn morðmálsins ásamt því að reyna að koma reiðu á eigið líf.

Reykvísk sjónvarpsfréttakona sýnir málinu mikinn áhuga og heldur norður í leit að upplýsingum um morðið og hinn myrta. Á sama tíma bíður ung nepölsk kona dauða síns, lokuð inni í myrkri á óþekktum stað á Íslandi.

Á morgun, föstudag, er höfundurinn svo væntanlegur til Siglufjarðar í tilefni af útgáfu bókarinnar.

Texti og mynd: Aðsent


Athugasemdir

05.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst