Náttúran að koma til

Náttúran að koma til Um áramótin flýðu hundar, kettir og fuglar hávaða og læti frá flugeldum og gleðilátum okkar mannfólksins.

Fréttir

Náttúran að koma til

Mynd: Guðmundur Gauti Sveinsson
Mynd: Guðmundur Gauti Sveinsson

Um áramótin flýðu hundar, kettir og fuglar hávaða og læti frá flugeldum og gleðilátum okkar mannfólksins.

Sumir hundar hafa ekki þorað út en eru smám saman að fá kjarkinn aftur.  Krummi er líka farinn að láta heyra í sér, sem hvetur líka hin dýrin til dáða, þannig að þetta fer vonandi alveg að komast í samt lag.

Aftur er orðið fært um Tröllaskagann og lífið allt að komast í sínar föstu skorður á ný.

Guðmundur Gauti Sveinsson sendi okkur link á skemmtilegar myndir sem hann tók í desember.

Gleðilegt ár kæru lesendur, við biðjum þess að þetta ár verði okkur bæði gæfuríkt og farsælt.


Athugasemdir

24.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst