Neikvæð umræða

Neikvæð umræða Á síðustu árum hafa aðilar unnið þrotlaust að því að markaðsetja Siglufjörð sem ferðamannabæ. Eftir mikla vinnu og umtalsverðan kostnað er

Fréttir

Neikvæð umræða

Ljósmynd: http://www.sk21.is/
Ljósmynd: http://www.sk21.is/

Á síðustu árum hafa aðilar unnið þrotlaust að því að markaðsetja Siglufjörð sem ferðamannabæ. Eftir mikla vinnu og umtalsverðan kostnað er þetta farið að skila árangri. Eftir þessu hefur verið tekið og víða er þetta verkefni fyrirmynd um hvernig hægt sé að efla ferðamennsku í hinum dreifðu byggðum.

Lítið hefur borið á starfi sveitafélagsins í þessari vinnu. Enda ávísun á vandræðagang að blanda sundraðri sveitastjórn inn í málefnið.

Í dag þann 23 apríl birtist á forsíðu Fréttablaðsins frétt um að íbúar suðurbæjar Siglufjarðar hafi safnað undirskriftum til að mótmæla klóaklykt úr fjörunni við hús sín. Það er forkastanlegt að á tímum eins og nú eru þurfi bæjarbúar að safna undirskriftum til að knýja fram lagfæringar á frárennsli frá íbúðarbyggð. Fram kemur í fréttinni að þetta gerist þrátt fyrir ítrekaða fundi með fulltrúum sveitafélagsins.

Það er nokkuð ljóst að neikvæð umfjöllun eins og sú í Fréttablaðinu í dag er skaðleg fyrir þá ímyndaruppbyggingu sem að nú er í gangi á Siglufirði. Miðað við fyrri reynslu þá má gera ráð fyrir að meirihluti sveitastjórnar líti á þetta sem léttvægt mál og afleiðing þess fyrir aðila í ferðaiðnaði sé ekki vandamál Fjallabyggðar.

Nánar má lesa um málið á vefsíðu visir.is 


Athugasemdir

30.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst