Niðurrif Mjölhússins.

Niðurrif Mjölhússins. Innsend frétt. Vegna upplýsinga í fundagerð 154. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar, vegna afgreiðslu á umsókn um

Fréttir

Niðurrif Mjölhússins.

Innsend frétt.

 

Vegna upplýsinga í fundagerð 154. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar,  vegna afgreiðslu á umsókn um leyfi til niðurrifs á mjölhúsi.

 

Vill undirritaður mótmæla nefndri samþykkt. Forsendur mótmæla minnar eru margvíslegar.

 

1.      Það væru mikil mistök sögulega séð að húsið yrði fjarlægt.

2.      Nota mætti húsið til margvíslegra hluta.

3.      Flest öll iðnfyrirtæki sveitarfélagsins rúmast þarna inni, svo eitt af mörgum dæmum sé tekið

4.      Fasteignagjöld glatast.

5.      Mikil veðrabrigði yrðu á eyrinn ef húsið hyrfi, td. snjóalög ykjust á austur og vestur þvergötum.

6.      Miðað við það „verð“ fyrir niðurrif og tilheyrandi sem talað hefur verið á götubylgjunni, þá ætti sveitarfélagið að ráða við að yfirtaka samninginn, og láta húsið standa.

7.      Ekki er ólíklegt að krefjast megi grenndarkynningu vegna málsins.

8.      Og ef til vill eru aðrir kostir og eða kaupendur vænlegri, tildæmis einhverjir sem huga að námugrefti á Grænlandi, olíu leit, eða jafnvel norðuríshafssiglinga. Hér er allt fyrir hendi sem þarf vegna slíkra mála.

9.      Mjög heitar umræður hafa skapast um þessi mál á vinnustöðum, kaffistofum og víðar. Þar er allir sammála um að húsið megi ekki rífa, í það minnsta að láta málið fara í grenndarmat/kynningu, ekki aðeins þeirra sem í nánd búa, heldur allra sem daglega hafa húsið fyrir augum.

10.  Ef bæjarstjórn samþykkir niðurrif án þess að íbúar Siglufjarðar verði spurðir um álit. Þá mun þeirrar bæjarstjórnar verða minnst sem bæjarstjórnarinnar sem samþykkti niðurrif „Stóra mjölhússins“   

 

Þess skal getið að ég er ekki einn á báti hvað þessa skoðun varðar, þar eru margir tugir Siglfirðinga á sömu skoðun.

 

Bestu kveðjur

Steingrímur Kristinsson. 210234-4549

sk21@simnet.is

www.sk21.is

s. 892-1569


Athugasemdir

01.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst