Nikulás styrkir KF

Nikulás styrkir KF Nikulás stuðningsmannafélag og Knattspyrnufélag Fjallabyggðar hafa gert með sér samning þar sem Nikulás styrkir KF. Samningurinn

Fréttir

Nikulás styrkir KF

KF og Nikulás
KF og Nikulás

Nikulás stuðningsmannafélag  og Knattspyrnufélag Fjallabyggðar hafa gert með sér samning þar sem Nikulás styrkir KF.  Samningurinn gildir fyrir árið 2013.

Nikulás var stofnað árið 1990 um borð í frystitogaranum Sigurbjörg ÓF1.

Frá upphafi hefur félagið verið öflugur bakjarl Leifturs og það sama hefur verið uppá teningnum eftir sameiningu Leifturs og KS í Knattspyrnufélag Fjallabyggðar. Félagsmenn Nikulás eru einungis 15 en skila engu að síður gríðarlega góðu starfi.

Samningur þessi er ákaflega mikilvægur fyrir KF þar sem Nikulás er nú orðinn einn af stærstu styrktaraðilum félagsins og kann stjórn KF þeim bestu þakkir fyrir sitt framlag."

Meðfylgjandi mynd var tekin við undirritun samningsins.
Aftari röð frá vinstri: Gunnlaugur Sigursveinsson, Róbert Haraldsson, Þorgeir Gunnarsson, Óskar Ágústsson og Jóakim Ólafsson.
Við borðið sitja: Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson f.h. KF  og Ægir Ólafsson f.h. Nikulás.

Mynd og texti: aðsent.


Athugasemdir

25.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst