Níu ára ökumaður

Níu ára ökumaður Lögreglan í Fjallabyggð stöðvaði för ungs ökumanns eftir hádegið í dag, eftir að hafa fylgt bifreið unga ökumannsins eftir í gegnum

Fréttir

Níu ára ökumaður

Héðinsfjarðargöng. Ljósmyndari; BM
Héðinsfjarðargöng. Ljósmyndari; BM
Lögreglan í Fjallabyggð stöðvaði för ungs ökumanns eftir hádegið í dag, eftir að hafa fylgt bifreið unga ökumannsins eftir í gegnum Héðinsfjarðargöng. Í ljós kom að ökumaðurinn var aðeins níu ára gamall og var það afi hans á níræðisaldri sem hafði leyft stráksa að keyra frá Héðinsfirði til Siglufjarðar.
Að sögn lögreglunnar þótti ökulag bifreiðarinnar eitthvað rykkjótt og var ákveðið að kanna málið.
Þegar bifreiðin var stöðvuð stökk lítill piltur úr ökumannssætinu og aftur í.
Aftur á móti sat afinn í framsæti bifreiðarinnar og viðurkenndi að hafa leyft drengnum að keyra, sem með réttu hefði átt að sitja á púða aftur í.

Athugasemdir

17.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst