Njóttu vetrarins
doktor.is | Almennt | 14.01.2011 | 11:30 | Helga Sigurbjörnsdóttir | Lestrar 233 | Athugasemdir ( )
Er frost úti og þér kalt ? Er himinn þungbúinn og grár ?
Það er ýmislegt hægt að gera til að halda í góða skapið og láta sér líða vel þrátt fyrir vetrarkulda.
Það að vera jákvæður getur haft góð áhrif á ónæmiskerfið og aukið varnir líkamans gegn pestum og kvefi.
Veturinn hefur sinn sjarma rétt eins og hinar árstíðirnar.
Það getur verið erfitt að koma sér út í kuldann til að fara í ræktina en hreyfingin hefur upplyftandi áhrif á sálartetrið og það veitir ekki síst af því þegar dagurinn er sem dimmastur.
Nú þegar jólin eru að baki er langt í næsta frí hjá flestum. Þá er bara að demba sér í að skipuleggja sumarfríið.
Með góðri skipulagningu geta villtustu draumar orðið að veruleika og það að hafa eitthvað að hlakka til breytir miklu.
Það er ýmislegt hægt að gera til að halda í góða skapið og láta sér líða vel þrátt fyrir vetrarkulda.
Það að vera jákvæður getur haft góð áhrif á ónæmiskerfið og aukið varnir líkamans gegn pestum og kvefi.
Veturinn hefur sinn sjarma rétt eins og hinar árstíðirnar.
Það getur verið erfitt að koma sér út í kuldann til að fara í ræktina en hreyfingin hefur upplyftandi áhrif á sálartetrið og það veitir ekki síst af því þegar dagurinn er sem dimmastur.
Nú þegar jólin eru að baki er langt í næsta frí hjá flestum. Þá er bara að demba sér í að skipuleggja sumarfríið.
Með góðri skipulagningu geta villtustu draumar orðið að veruleika og það að hafa eitthvað að hlakka til breytir miklu.
Athugasemdir