Norðlendingur ársins ?

Norðlendingur ársins ? Frestur til miðnættis í kvöld ! Akureyri vikublað hefur ákveðið að gefa lesendum og landsmönnum öllum kost á að tilnefna

Fréttir

Norðlendingur ársins ?

Steingrímur var einu sinni Norðlendingur ársins
Steingrímur var einu sinni Norðlendingur ársins

Akureyri vikublað hefur ákveðið að gefa lesendum og landsmönnum öllum kost á að tilnefna Norðlending ársins árið 2012. 

Frestur til þess rennur út á miðnætti í kvöld !!

Allir sem hafa áhuga á að senda inn tilnefningu geta gert það með tölvupósti best@akv.is en einnig er hægt að kjósa hér.

Aðeins skal senda inn eitt nafn og er æskilegt að einhver rökstuðningur fylgi valinu. Skilyrði er að afreksmanneskjan hafi skýra tengingu við Norðurland. Opið verður fyrir atkvæðagreiðslu fram til klukkan 24 á gamlársdag en sérstök eftirlitsnefnd mun fara yfir niðurstöður og samræma þær við kjörið til að fullnægja kröfum um faglega afgreiðslu.

Ennfremur segir ritstjóri vikublaðsins:

"Til að hjálpa lesendum við hugmyndaauðgi má benda á að allir Norðlendingar koma til greina sem hafa skarað fram með einhverjum hætti. Frammistaðan getur snúið að stjórnmálum, viðskiptum, kennslu, heilsugæslu, almannaþjónustu, björgunarafreki, íþróttasigrum, listum, menningarmálum, hugrekki, frumkvölastarfi, hönnun, að ógleymdum hvunndagshetjum sem vinna sín störf í kyrrþey en lyfta grettistaki fyrir samfélagið bak við tjöldin, svo nokkur dæmi séu nefnd. Þá er ekki skylda að atkvæðið renni til einstaklinga heldur er hægt að kjósa samtök, fyrirtæki eða stofnanir sem hafa skarað sérstaklega fram úr. Allt er opið, kosningarétturinn er ykkar. Vinsamlegast sendið eigin kennitölu og heimilisfang þegar þið greiðið atkvæði."


Athugasemdir

24.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst