Norðurhlið sparisjóðsins lagfærð
sksiglo.is | Almennt | 16.05.2013 | 11:30 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 969 | Athugasemdir ( )
Höddi Júll vinnur nú hörðum höndum að því að lagfæra norðurhlið Sparisjóðsins sem var orðin frekar löskuð. Selvík, systurfélag Rauðku, sér um framkvæmdina enda húsið í eigu félagsins.
Höddi segir að klæðningin hafi verið ónýt og einangrunin líka, því hafi bæði verið fjarlægt en aftur verði húsið þó klætt í múr. Fyrst verður það þó einangrað svo að Gulli krókni ekki í bankanum en þessa dagana passar hann án efa uppá að ávalt sé heitt á könnunni, Hrólfi er því óhætt að kíkja í kaffi á morgun.
Athugasemdir