Norðursigling ehf er að hefja hvalaskoðunarferðir frá Ólafsfirði

Norðursigling ehf er að hefja hvalaskoðunarferðir frá Ólafsfirði Norðursigling og eigendur Brimnes hótels á Ólafsfirði buðu gestum í skemmtisiglingu á

Fréttir

Norðursigling ehf er að hefja hvalaskoðunarferðir frá Ólafsfirði

Hvalaskoðun frá Ólafsfirði
Hvalaskoðun frá Ólafsfirði
Norðursigling og eigendur Brimnes hótels á Ólafsfirði buðu gestum í skemmtisiglingu á Ólafsfirði í gær. Tilefnið var að Norðursigling  mun hefja hvalaskoðun frá Ólafsfirði í sumar.

„Það var ánægjulegt fyrir okkur að koma  til Ólafsfjarðar þótt veðrið hefði að sjálfsögðu mátt vera betra en það var norðan kaldi og gekk á með slydduéljum“ sagði Hörður Sigurbjarnason, eigandi og skipstjóri Norðursiglingar.


Viðmót fjallabyggðarfólks og annarra þeirra sem glöddust með okkur þessa kvöldstund bætti það svo sannarlega upp.

Farið var á Skonnortunni Hildi og Knerrinum út í fjarðarkjaftinn og sigldi Hildur til baka og alveg inn í höfn fyrir tveimur seglum.

„Okkur var það sérstök ánægja að koma með þessa tvo báta til Ólafsfjarðar því skonnortan Hildur var upphaflega byggð fyrir Ólafsfirðinga og hét þá Múli“ segir Hörður.

Múli var fyrstu ár sín gerður þaðan út og reyndist eigendum vel. Knörrinn var einnig gerður út frá Ólafsfirði í nokkur ár og á þaðan einnig góða útgerðarsögu.

Meðal gesta voru skipverjar sem höfðu verið á báðum bátunum.

„Okkur er efst í huga hversu afburðarhlýjar móttökur við fengum í Fallabyggð og hlökkum svo sannarlega til að láta á það reyna hvort hvalslóð á utanverðum Eyjafirði uppfyllir væntingar“, sagði Hörður að lokum eftir vel heppnaða jómfrúarferð.

Eitt helsta markmið Norðursiglingar er varðveisla íslenskra eikarbáta og mátti glöggt sjá hvað mikið hefur verið lagt í báða þessa báta og árangurinn í alla staði glæsilegur.

Með þessu vill Norðursigling viðhalda kunnáttu sem nærri var gleymd og sjá til þess að gömul gildi gleymist ekki. Skúturnar tvær, Haukur og Hildur, eru báðar notaðar í almennar ferðir Norðursiglingar og eru einnig til taks í sérhæfðari verkefni.

Norðursigling hefur látið útbúa bækling sem eingöngu fjallar um og bendir á ferðir fyrirtækisins út frá Ólafsfirði. Í honum telur fyrirtækið upp öll ferðaþjónustufyrirtæki og söfn í Fjallabyggð, bendir á sundlaugina í Ólafsfirði og leggur áherslu á leiðina um Fjallabyggð og Héðinsfjarðargöngin.  Sú leið er markaðssett í bæklingi félagsins sem “The arctic bow, scenic route” til mótvægis við “golden circle” á Suður landi og er þar unnið út frá einblöðungi sem Brimnes hotel hafði þegar sett í dreifingu með sömu hugmynd að leiðarljósi.

Þegar í land var komið tók Ásgeir Logi Ásgeirsson til máls fyrir hönd Brimness hotels, bauð gestum að þiggja veitingar og þakkaði forsvarsmönnum Norðursiglingar fyrir að veðja á Fjallabyggð.  Þá talaði Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri fyrir hönd Fjallabyggðar og Fjallabyggðarhafna og bauð  Norðursiglingu velkomna í Fjallabyggð og óskaði samstarfsfyrirtækjunum velfarnaðar í þessari áhugaverðu og áræðnu tilraun.




Gestir að fara í siglingu.





Hörður Sigurbjarnason framkvæmdastjóri að kynna fyrir gestum fyrirtækið, bátana ofl.





Hildur að sigla út fjörðinn.





Ólafsfjarðarmúli.



Kleifarnar.















Boðið var upp á veitingar eftir velheppnaða jómfrúarferð þegar komið var í land.

Ég vil þakka Norðursiglingu og Brimneshóteli fyrir þetta frábæra framtak í Fjallabyggð

GJS

Athugasemdir

08.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst