Norræna skólahlaupið
sksiglo.is | Almennt | 13.10.2011 | 18:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 312 | Athugasemdir ( )
Norræna skólahlaupið var haldið á Siglufirði þriðjudaginn
11. okt. 2011. Alls tóku 84 nemendur af 101 í eldri deild þátt í
hlaupinu. Nemendur hlupu 2,5 km hring um
norðurbæinn og máttu þau hlaupa einn-tvo-þrjá eða fjóra hringi.
Grétar Áki og Jakob Snær voru fyrstu drengirnir að hlaupa 10 km og Rebekka Rut var fyrsta stúlkan að hlaupa 10 km. Nemendur í Grunnskóla Fjallabyggðar eiga mikið hrós skilið fyrir góða þátttöku í hlaupinu.
Texti: Aðsendur
Myndir: GJS
Athugasemdir