Ný verkefni til sýslumannsins á Siglufirði

Ný verkefni til sýslumannsins á Siglufirði „Sex ný verkefni hafa frá og með 1. febrúar 2014 verið flutt frá innanríkisráðuneytinu til sýslumanna, fimm til

Fréttir

Ný verkefni til sýslumannsins á Siglufirði

Fengið af vef www.syslumenn.is


„Sex ný verkefni hafa frá og með 1. febrúar 2014 verið flutt frá innanríkisráðuneytinu til sýslumanna, fimm til sýslumannsins á Siglufirði og eitt til sýslumannsins á Hvolsvelli.”
 
Sýslumaðurinn á Siglufirði:
  • Gefur út leyfisbréf til starfsréttinda héraðsdóms- og hæstaréttarlögmanna og annast aðra umsjón þeirra verkefna sem sýslumönnum eru falin á grundvelli laga nr. 77/1998 um lögmenn, sbr. lög nr. 45/2013 um breytingu á ýmsum lögum vegna flutnings verkefna frá innanríkisráðuneytinu til sýslumannsembætta og annarra embætta og stofnana.
  • Tekur ákvarðanir um kvaðaarf skv. 1. og 2. mgr. 50. gr. erfðalaga nr. 8/1962, sbr. reglugerð nr. 108/2014 um ákvarðanir varðandi kvaðabindingu arfs og niðurfellingu kvaðar.
  • Annast skráningu trúfélaga og lífsskoðunarfélaga, sbr. reglugerð nr. 106/2014 um skráningu trúfélaga og lífsskoðunarfélaga, sem og eftirlit með slíkum félögum í samræmi við 5. gr. laga nr. 108/1999 um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög.
  • Veitir leyfi til dreifingar á ösku látins manns utan kirkjugarðs, sbr. reglugerð nr. 104/2014 um breytingu á reglugerð nr. 203/2003 um dreifingu ösku utan kirkjugarðs.
  • Veitir leyfi til tilfærslu líka í kirkjugarði eða flutning þeirra í annan kirkjugarð eða í grafreit, sbr. reglugerð nr. 105/2014 um  leyfi til tilfærslu eða flutnings líka.

Hér er svo hægt að lesa betur um það hvað sýslumaðurinn á Siglufirði þjónustar : http://www.syslumenn.is/syslumadurinn/fjallabyggd/

Mynd við frétt fengin af vef www.syslumenn.is

Athugasemdir

26.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst