Ný siglfirsk glæpasaga kynnt á Síldarævintýrinu

Ný siglfirsk glæpasaga kynnt á Síldarævintýrinu Næsta haust kemur út hjá bókaforlaginu Veröld sjálfstætt framhald siglfirsku glæpasögunnar Snjóblindu,

Fréttir

Ný siglfirsk glæpasaga kynnt á Síldarævintýrinu

Siglfirsk glæpasaga
Siglfirsk glæpasaga

Næsta haust kemur út hjá bókaforlaginu Veröld sjálfstætt framhald siglfirsku glæpasögunnar Snjóblindu, en nýja sagan gerist einnig að miklu leyti á Siglufirði og segir frá rannsókn á morði á verktaka sem búsettur er þar, en lík hans finnst illa útleikið í Skagafirði.

Að þessu sinni er það ekki aðeins lögreglan sem rannsakar málið heldur líka ung sjónvarpsfréttakona, en höfundurinn, Ragnar Jónasson, starfaði einmitt sjálfur á fréttastofu með námi og sækir í þann reynslubanka við skrifin. 

Ragnar er þessa dagana að leggja lokahönd á handritið og ætlar að lesa úr sögunni, í fyrsta sinn opinberlega, á Síldarævintýrinu um verslunarmannahelgina, nánar tiltekið í Þjóðlagasetrinu föstudaginn 29. júlí klukkan 17.00. Hann kynnti Snjóblindu einmitt líka í fyrsta sinn í Þjóðlagasetrinu á Síldarævintýrinu í fyrra fyrir fullu húsi gesta, en eins og greint hefur verið frá er Snjóblinda væntanleg í þýskri þýðingu í október á vegum Fischer útgáfusamsteypunnar

Texti og mynd: Aðsent.


Athugasemdir

08.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst