Nýjar svipmyndir Örlygs á Bókasafni Siglufjarðar kl. 17 í dag
sksiglo.is | Almennt | 22.11.2013 | 11:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 253 | Athugasemdir ( )
Nýjar svipmyndir Örlygs á Bókasafni Siglufjarðar kl. 17 í dag.
Ný bók, Svipmyndir úr síldarbæ 2, eftir Örlyg Kristfinnsson kemur
út í dag.
Síðasta bók Örlygs, Svipmyndir úr síldarbæ fékk
mikið lof gagnrýnenda.
Kynningarfundur verður á Bókasafni Siglufjarðar í dag kl.17 og að
sjálfsögðu eru allir boðnir velkomnir.
Örlygur ætlar að kynna bókina og lesa úr henni ásamt Anitu
Elefsen.
Ég persónulega hef reynt að mæta á alla upplestra úr bókum
sem ég mögulega hef getað mætt á og ég mæli hiklaust með því að þú gerir þér ferð í
bókasafnið í dag. Það er alltaf gaman að heyra bókasmiðina sjálfa lesa upp úr verkum sínum og svo er auðvitað alltaf
spjallað fyrir og eftir sem gerir upplifunina ennþá skemmtilegri.
Sjá nánari upplýsingar á mynd með frétt.
Athugasemdir