Nýr dagur – Ný ljóðabók frá Þórarni (Tóta kennara)

Nýr dagur – Ný ljóðabók frá Þórarni (Tóta kennara) Á morgun, föstudaginn 6. júlí, kemur út ný ljóðabók eftir Þórarin Hannesson og af því tilefni

Fréttir

Nýr dagur – Ný ljóðabók frá Þórarni (Tóta kennara)

Á morgun, föstudaginn 6. júlí, kemur út ný ljóðabók eftir Þórarin Hannesson og af því tilefni verður útgáfuteiti í Ljóðasetrinu um kl. 16.30, eða að loknum örtónleikum HarðarTorfasonar í setrinu þann sama dag.

Bókin ber heitið Nýr dagur og er þriðja ljóðabók Þórarins, Bókaforlagið Ugla gefur bókina út. Bókin inniheldur 52 ljóð og skiptist hún í fjóra kafla: Þankabrot, Náttúran, Börnin og Ástin.

Flest ljóðanna eru óhefðbundin en nokkur eru ort með hefðbundnum hætti. Þau hafa flest orðið til á síðustu tveimur árum og fjalla um lífið og tilveruna í sínum fjölbreytilegu myndum á einlægan og stundum gamansaman hátt.

Bókin verður til sölu í helstu bókabúðum landsins, í Ljóðasetrinu og víðar og kostar kr. 2.000. Allur ágóði af sölu bókarinnar rennur til uppbyggingar og reksturs Ljóðasetursins.

Menningarsjóður Sparisjóðs Siglufjarðar styrkti útgáfu bókarinnar.




Athugasemdir

19.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst