Nýr dagur – Ný ljóðabók frá Þórarni (Tóta kennara)
sksiglo.is | Almennt | 05.07.2012 | 17:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 236 | Athugasemdir ( )
Á morgun, föstudaginn 6. júlí, kemur út ný ljóðabók eftir
Þórarin Hannesson og af því tilefni verður útgáfuteiti í Ljóðasetrinu um kl.
16.30, eða að loknum örtónleikum HarðarTorfasonar í setrinu þann sama dag.
Flest ljóðanna eru óhefðbundin en nokkur eru ort með hefðbundnum hætti. Þau hafa flest orðið til á síðustu tveimur árum og fjalla um lífið og tilveruna í sínum fjölbreytilegu myndum á einlægan og stundum gamansaman hátt.
Bókin verður til sölu í helstu bókabúðum landsins, í Ljóðasetrinu og víðar og kostar kr. 2.000. Allur ágóði af sölu bókarinnar rennur til uppbyggingar og reksturs Ljóðasetursins.
Menningarsjóður Sparisjóðs Siglufjarðar styrkti útgáfu bókarinnar.
Athugasemdir