Nýtt myndband á Siglo.is
sksiglo.is | Almennt | 22.01.2013 | 06:00 | Gunnar Smári Helgason | Lestrar 700 | Athugasemdir ( )
Nýtt myndband var sett í dag inn á vefinn undir liðnum SIGLUFJÖRÐUR | SJÓNVARP.
Það eru vinkonurnar Sólrún Anna Ingvarsdóttir og Sara María Gunnarsdóttir sem spila fjórhent á píanó.
Þær eru báðar að læra á píanó í Tónskóla Fjallabyggðar hjá Rúnu Ingimundar píanókennara, og hafa verið að spila saman fjórhent undanfarnar vikur.
Myndbandið kallast SS Dúettar og var tekið að mestu í Siglufjarðarkirkju, og að öllu leyti unnið á Siglufirði fyrir Siglo.is / sjónvarp.
Athugasemdir