Nýtt myndband á Siglo.is

Nýtt myndband á Siglo.is Nýtt myndband var sett inn á vefinn í dag. Ţađ eru vinkonurnar Sólrún Anna Ingvarsdóttir og Sara María Gunnarsdóttir sem spila

Fréttir

Nýtt myndband á Siglo.is

Sólrún Anna og Sara María
Sólrún Anna og Sara María

Nýtt myndband var sett í dag inn á vefinn undir liðnum SIGLUFJÖRÐUR | SJÓNVARP. 

Það eru vinkonurnar Sólrún Anna Ingvarsdóttir og Sara María Gunnarsdóttir sem spila fjórhent á píanó.

Þær eru báðar að læra á píanó í Tónskóla Fjallabyggðar hjá Rúnu Ingimundar píanókennara, og hafa verið að spila saman fjórhent undanfarnar vikur.

Myndbandið kallast SS Dúettar og var tekið að mestu í Siglufjarðarkirkju, og að öllu leyti unnið á Siglufirði fyrir Siglo.is / sjónvarp.

Myndbandið má sjá hér.


Athugasemdir

26.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst