Nýtt Þjóðlagakver með þjóðlögum

Nýtt Þjóðlagakver með þjóðlögum Guðrún Ingimundardóttir (Rúna) er búin að gefa út Þjóðlagakver með þjóðlögum og kvæðalögum frá Fljótum, Siglufirði og

Fréttir

Nýtt Þjóðlagakver með þjóðlögum

Guðrún Ingimundardóttir (Rúna) er búin að gefa út Þjóðlagakver með þjóðlögum og kvæðalögum frá Fljótum, Siglufirði og Ólafsfirði.

Þjóðlagakver þetta er hið fyrsta í röðinni en hvert kver mun innihalda þjóðlög og kvæðalög frá ákveðnu landsvæði, ásamt nokkrum tvísöngvum sem í eina tíð voru sungnir víða um land.



Sr. Bjarni segir þetta í formála að bók sinni Íslensk þjóðlög:

"En síðar meir geta þeir sem vilja, gert útdrætti úr safni þessu og gefið út svo mörg eða fá lög, sem þeir vilja, og útsett þau á einn eða annan hátt eptir eigin geðþótta. Þetta safn, er jeg hef reynt að gjöra sem vandaðast og fullkomnast, verður þá eins og nokkurs konar forðabúr, sem úr má taka og hagnýta sjer eftir vild og þekkingu."

Bókin Íslensk Þjóðlög er tæplega eitt þúsund blaðsíður og svo sannarlega það "forðabúr" þjóðlagaarfs okkar sem sr. Bjarni ætlaði henni að vera.

Þetta fyrsta Þjóðlagakver inniheldur flest þeirra þjóð- og kvæðalaga sem eru í bók sr. Bjarna Íslensk þjóðlög og hann segir vera frá Siglufirði, Ólafsfirði og Fljótum.

Rúna hefur tekið lögin saman, nóterað þau upp á nýtt og valið við þau ljóð eftir okkar ástsælustu ljóðskáld.

Rúna hefur nú þegar hafið vinnu við næstu tvö Þjóðlagakver sem munu vera með þjóð- og kvæðalögum úr Þingeyjarsýslu. Í Íslenskum þjóðlögum sr. Bjarna eru svo mörg lög úr Þingeyjarsýslu, flest frá langa-langafa Rúnu, Benedikt á Auðnum, að þau komast ekki fyrir í einu kveri.

Með útgáfu á þessum Þjóðlagakverum vonast Rúna til þess að endurvekja áhuga söngfólks á þjóðlagaarfinum og blása nýju lífi í kvæðamennskuna sem í dag stendur höllum fæti.

Þjóðlagakverið er til sölu í Aðalbúðinni á Siglufirði.



Athugasemdir

22.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst