Ókeypis tónleikar!

Ókeypis tónleikar! Það vekur athygli að stór, spænskur kór bjóði ókeypis tónleika í Bátahúsinu í kvöld.. Siglo.is leitaði til Anitu Elefsen sem

Fréttir

Ókeypis tónleikar!

Myndin er af tónleikum í sumar
Myndin er af tónleikum í sumar

Það vekur athygli að stór, spænskur kór bjóði ókeypis tónleika í Bátahúsinu í kvöld.. Siglo.is leitaði til Anitu Elefsen sem skipuleggur gestamóttöku í Síldarminjasafninu og spuningin er: Hvernig stendur á þessu örlæti kórsins gagnvart íbúum Fjallabyggðar?

„Svo virðist sem kórinn syngi víðar ókeypis eins og t.d. í Hörpu og Hofi. En engu að síður er fyrir þessu hefð hér á safninu að bjóða Fjallbyggðingum á fría tónleika í Bátahúsinu. Undanfarin ár hafa farið fram tónleikar ýmissa kóra í Bátahúsinu, einu sinni til tvisvar á ári – og hefur safnið samið svo við kórana að veiti þeir íbúum Fjallabyggðar ókeypis aðgang að tónleikum sínum, standi safnið þeim opið til skoðunar undir leiðsögn starfsmanns. Við lítum svo á að slíkir tónleikar séu hluti af menningarlegu og samfélagslegu hlutverki Síldarminjasafnsins gagnvart íbúum staðarins“.

Fólk er hvatt til að fjölmenna á þessa einstöku tónleika POLIFONICA DE PUIG-REIG frá Katalóníu á Spáni. Tónleikarnir hefjast kl.  20:00 í Bátahúsinu. Kórinn hefur komið fram víða um heim; í Evrópu, Asíu, Suður Ameríku og Bandaríkjunum. Lagaval kórsins er afar fjölbreytt – allt frá óperum til þjóðlaga og söngleikja.


Enginn aðgangseyrir – allir íbúar Fjallabyggðar og aðrir gestir eru hvattir til að mæta á þessa einstöku tónleika.

Texti: GJS

Mynd: Fullt hús á tónleikum Harðar Torfasonar fyrr í sumar.




Athugasemdir

17.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst