Öldungarmót í blaki
sksiglo.is | Almennt | 25.04.2012 | 15:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 447 | Athugasemdir ( )
Fyrir hönd
bæjarfélaganna (Dalvíkur- og Fjallabyggðar) og blakklúbbanna á
Tröllaskaga (Hyrnunnar, Súlunnar og Rimanna) boða ég til 37. Öldungamóts
Blaksambands Íslands sem haldið verður á Tröllaskaga (Siglufirði,
Ólafsfirði og Dalvík) dagana 28.-30.apríl 2012.
Spilað verður á 9 völlum: 3 völlum í íþróttamiðstöð hvers bæjarkjarna þar sem sundlaug og þreksalur er í sömu byggingu. Mótið hefur hlotið nafnið Trölli 2012 og heimasíða mótsins er: www.trolli2012.is
Blaköldungur er með netfangið: oldungur@blak.is
Reglur varðandi Öldungamót BLÍ er að finna á heimasíðu blaksambandsins (www.bli.is)
Með kærri blakkveðju,
Óskar Þórðarson
Öldungur 2012
http://www.trolli2012.is/is/frettir/dagskra-motsins
Athugasemdir