Ómar bíður ekki eftir sumrinu
Þegar ég var að þvælast syðst á suðurgötunni á laugardaginn síðasta hélt ég að ég væri að sjá snjóblásara vinna í garðinum hjá Ómari Möller og Mögnu.
Það spíttist snjór út úr garðinum og beint út á götu. Ég stoppaði að sjálfsögðu fékk að taka eina mynd (sem urðu reyndar 3) af honum þar sem hann væri að moka. Þetta er Ómar búin að gera í fjöldamörg ár og það er ekkert lítið af snjó sem hann er að moka í burtu.
Ómar segir að þetta sé góð hreyfing og ekkert leiðinlegt. Ég reyndar trúði honum ekki með það að þetta væri ekki leiðinlegt en þetta er hörkugóð hreyfing örugglega (mér allavega sýndist það þar sem ég sat í bílnum og spjallaði við hann).
Hér fyrir neðan geti þið séð Ómar og hvað hann er búin að moka duglega (ég verð eiginlega bara yfir mig þreyttur bara á að horfa á það á myndum hvað hann er búin að moka mikið), Ómar er greinilega hörkunagli.
Athugasemdir