Opið hús hjá Sparisjóðnum
Í dag er Sparisjóður Siglufjarðar með opið hús í tilefni af 140 ára afmæli elstu starfandi peningastofnunar landsins.
Þann 1. janúar s.l. varð Sparisjóður Siglufjarðar 140 ára. Í tilefni af afmælinu er opið hús í starfsstöðvum sjóðsins í Aðalgötu 34 og Túngötu 3 Siglufirði, frá kl. 10:00 til 15:30. Boðið er upp á veitingar - allir velkomnir.
Siglo.is leit við og náði þessum myndum.
Karl Steinar Óskarsson framkvæmdastjóri Birtings, Ólafur Jónsson sparisjóðsstjóri, Hreinn Loftsson lögm.
Gestir frá Arionbanka með Jóni Trausta
Athugasemdir