Opið hús í Iðju síðasta þriðjudag
sksiglo.is | Almennt | 10.12.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 458 | Athugasemdir ( )
Síðastliðinn þriðjudag var Iðjan með opið hús.
Margir gestir lögðu leið sína í Iðjuna til að skoða og versla
jólagjafir og jólaskraut.
Ég sendi hana Ólöfu mína niður í Iðju, af því
hún hefur svolítið meira gaman af því en ég að versla alls konar jólagjafir, skraut og bara allskonar jóla. Ég passaði börnin
fyrir hana á meðan þannig að hún var meira en lítið til í að skjótast í Iðjuna til þess að versla og taka
myndir.
Það var lesið upp úr bókinni "Orðabók konunnar"
Í formála bókarinnar stendur "Orðabók konunnar veitir yður
aðstoð til að hagnýta prjónamynstur, snið og mataruppskriftir
sem birtast í dönskum, sænskum, enskum og þýskum tímaritum og
blöðum.
Orðabók konunnar er samin til þess að leysa þennan vanda og ætti að
vera ómissandi handbók á hverju heimili".
Þetta er eitthvað sem hreinlega allar húsmæður ættu að eiga og
það er augljóst að ég er búinn að finna jólagjöfina handa unnustinni.
En allavega hafði Ólöf ljómandi gaman af því að kíkja
í Iðjuna og það vantaði ekki upp á það að vel var tekið á móti gestum með smákökum og allskonar nammi.









Athugasemdir