OPIÐ HÚS í HERHÚSINU

OPIÐ HÚS í HERHÚSINU Amy Purcell verður með  opið hús í Herhúsinu á morgun, laugardag 17. nóvember kl. 16-19. Amy  hefur frá því í sumar unnið að

Fréttir

OPIÐ HÚS í HERHÚSINU

Amy Purcell verður með  opið hús í Herhúsinu á morgun, laugardag 17. nóvember kl. 16-19.

Amy  hefur frá því í sumar unnið að ljósmyndaverkefni hér á  landi sem hún kallar “Capturing the Sun, Chasing the Moon”.

Það eru  myndir af miðnætursól hins íslenska sumars og vetrarmyndir af tunglinu  sem hún hefur beint sjónum sínum að hér á Siglufirði.  Einnig sýnir hún valin vídeó sem hún tók meðan á dvölinni hér stóð.

Amy kemur frá Bandaríkjunum og þar kennir hún við listadeild háskólans í Greensboro í N- Carolina . 

Hér er á ferðinni áhugaverður ljósmyndari  með næmt auga fyrir hinu stóra og smáa í íslenskri náttúru.

Nánari upplýsingar um hana eru á heimasíðu hennar    www.amypurcell.net.






Athugasemdir

21.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst