Opnað fyrir umsóknir um Eyrarrósina 2013

Opnað fyrir umsóknir um Eyrarrósina 2013 -Verðlaunafé hækkað og skrifað undir samstarfssamning til næstu fjögurra áraEyrarrósin, viðurkenning fyrir

Fréttir

Opnað fyrir umsóknir um Eyrarrósina 2013

-Verðlaunafé hækkað og skrifað undir samstarfssamning til næstu fjögurra ára

Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar,  verður veitt í níunda sinn í febrúar árið 2013. 
Það eru ByggðastofnunFlugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík sem staðið hafa saman að verðlaununum allt frá upphafi árið 2005. 

Markmið Eyrarrósarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar, á sviði menningar og lista. 

Umsækjendur  um Eyrarrósina geta meðal annars verið stofnun, tímabundið verkefni, safn eða menningarhátíð. Valnefnd tilnefnir þrjú verkefni og hlýtur eitt þeirra Eyrarrósina. 

Verðlaunaféð hefur verið hækkað og hlýtur handhafi Eyrarrósarinnar 1.650.000 krónur og flugferðir frá Flugfélagi Íslands. Aðrir tilnefndir hljóta 300.000 krónur auk flugferða.

Dorrit Moussaieff forsetafrú, verndari Eyrarrósarinnar, afhendir verðlaunin. 

Umsóknarfrestur um Eyrarrósina 2013 er til miðnættis þann 7. janúar 2013 og skulu umsóknir sendar rafrænt á eyrarros@artfest.is.  Allar nánari upplýsingar eru á vef Listahátíðar í Reykjavík, www.listahatid.is.

 

Eyrarrósin 2012 kom í hlut Safnasafnsins á Svalbarðsströnd.

Önnur menningarverkefni sem hlotið hafa Eyrarrós í hnappagatið eru:

Sumartónleikar í Skálholtskirkju,
tónlistarhátíðin Bræðslan,
Landnámssetrið í Borgarnesi,
rokkhátíðin Aldrei fór ég suður, 
Strandagaldur á Hólmavík,
LungA, listahátíð ungs fólks á Austurlandi og
Þjóðlagahátíðin á Siglufirði.



Athugasemdir

21.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst