Opnað hefur verið fyrir vefframtal.
feykir.is | Almennt | 08.03.2011 | 15:15 | Helga Sigurbjörnsdóttir | Lestrar 169 | Athugasemdir ( )
Frestur til að skila inn skattframtali ársins er til 23. mars en í gær var opnað fyrir vefframtal einstaklinga á vefnum www.skattur.is.
Mikill meirihluti landsmanna gengur frá skattaskýrslu á rafrænu formi en á netinu er einnig hægt að sækja um frest en þeir sem óska eftir fresti fá ekki langan frest til að ljúka verkinu, því fyrir þá eru lokaskil þann 29. mars.
Líkt og í fyrra er búið að skrá mikið af upplýsingum inn á framtalið og gætu því margir einungis þurft að opna framtalið, fullvissa sig um að þar sé allt rétt og ýta síðan á send.
Á skattur.is er hægt að sinna nánast öllum samskiptum við skattyfirvöld s.s. að telja fram, fá afrit og skoða álagningarseðla.
Athugasemdir