Opnun Fljótaár
sksiglo.is | Almennt | 09.07.2012 | 09:15 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 554 | Athugasemdir ( )
Fljótaá opnaði um síðustu helgi með tveimur löxum og 70 bleikjum. Í hófi við opnun árinnar var Orra Vigfússyni veitt gullmerki félagsins og útskorin gestabók að gjöf eftir listamanninn Constandin Bors en Berghylurinn var fyrirmyndin.
Nú hafa veiðst 10 laxar og á þriðjahundrað bleikjur í ánni. Menn eru þokkalega bjartsýnir með veiðina í sumar og gefur fyrsta vikan eftir opnun góðar vonir.
87 cm lax í Fljótaá.

Orri Vigfússon og Gunnlaugur Guðleifsson

Daninn Niels Due að glíma við lax í Tanngarði.
Texti og myndir: Gunnlaugur Stefán Guðleifsson
Athugasemdir