Óprútnir ökumenn
sksiglo.is | Almennt | 29.11.2011 | 21:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 755 | Athugasemdir ( )
Óprútnir ökumenn gera leik að því að aka í grasbakkanum sunnann snjóflóðavarnar garðsins Stórabola.
Einhverjir óprútnir sem virðast hafa lítin skilning á náttúru okkar hafa verið að böðlast á jeppunum sínum í grasbrekkunum og skilið eftir sig hjólför sem sjást þegar snjóa leysir.Reynslan segir okkur að hjólförin eftir þessa bíla munu sjást þarna næstu árin. Það er sorglegt að fullorðið fólk skuli ekki virða meira náttúru okkar og svæði sem eru orðin gróin. Spurning hvort þessir snillingar eigi yfir höfuð að hafa bílpróf.
Texti og mynd: Aðsend
Athugasemdir