Orðsending til kvenna

Orðsending til kvenna Dagana 15-23 apríl verður leitarstöð krabbameinsfélagsins með móttöku kvennsjúkdómalæknis og geislafræðinga er sinna leit að

Fréttir

Orðsending til kvenna

www.krabbi.is
www.krabbi.is

Dagana 15-23 apríl verður leitarstöð krabbameinsfélagsins með móttöku kvennsjúkdómalæknis og geislafræðinga er sinna leit að brjóstakrabbameini og leghálskrabbameini. Einnig koma hjúkrunarfræðingar að til aðstoðar.

Forstigsbreytingar og leghálskrabbamein eru einkennalítill sjúkdómur og algengara hjá 20-40 ára konum. Brjóstakrabbamein getur einnig verið einkennalítill sjúkdómur í byrjun en er algengari hjá konum eftir 40 ára aldur. Konur 20-40 ára fá boð um að koma í skoðun og leit að leghálskrabbameini á 2ja ára fresti. Það er gert til að auka líkur á greiningu og meðhöndlun forstigsbreytinga áður en þær verði að krabbameini.

Konur 40-70 ára fá boð um að koma í skoðun og leit að leghálskrabbameini á 4 ára fresti (aðeins ef fyrri sýni hafa verið hrein) en ætíð á 2ja ára fresti í brjóstamyndatöku. Til að fá áfram í sérfræðiþjónustu hingað er mikilvægt að þær sem fengið hafa boð um að koma panti tíma í skoðun þessa daga.

Í ljós hefur komið að misskilnings virðist gæta um tíma milli skoðana hjá yngri konum. Ef kona er í vafa um hvort hún á að koma núna má hringja í móttökuritarann og kanna málið.
Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á elin.arnardottir@hsf.is Konur búsettar við utanverðan Eyjafjörð verið velkomnar á leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands í Fjallabyggð

 


Athugasemdir

29.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst