Orðsending frá RARIK
sksiglo.is | Almennt | 21.03.2011 | 18:10 | Helga Sigurbjörnsdóttir | Lestrar 403 | Athugasemdir ( )
Kæru viðskiptavinir !
Á næstu vikum mun RARIK hefja útskipti sölumæla rafmagns og hitaveitu á Siglufirði. Um er að ræða fyrsta áfanga fyrirtækisins í þá átt að taka upp nútímalegri aðferðir við álestur almennra orkumæla.
Nýju orkumælarnir verða búnir samskiptabúnaði sem skilar álestrum
til miðlægrar safnstöðvar RARIK og munu því árlegar heimsóknir álestra á
vegum RARIK leggjast af.
Nýju orkumælarnir gera það mögulegt að senda reglulega reikninga
sem byggja á raunverulegri notkun í stað áætlunarreikninga og árlegs
uppgjörsreiknings.
Á þennan hátt gefst viðskiptavinum möguleiki á að grípa fyrr inn í ef orkunotkun mælist óeðlileg.
Á næstu vikum munu starfsmenn RARIKS hafa samband við viðskiptavini
með það fyrir augum að finna hentugan tíma fyrir mælaskipti, sem mun
hefjast miðvikudaginn 23. mars n.k.
Fólk er vinsamlegast beðið um að hafa gott aðgengi að mælunum fyrir starfsmennina.
Bestu kveðjur
RARIK.
Athugasemdir