Örnefni í Sigluneshreppi og Úlfsdölum
Heimasíðan snokur.is inniheldur um 1300 örnefni, bæði í texta og með myndum, frá 27 bæjum í Sigluneshreppi. Grunnurinn að þessari glæsilegu síðu er handrit frá Helga Guðmundssyni (1881-1944) sem félagar í Örnefnafélaginu Snók unnu að með Hannes Baldvinsson í fararbroddi.
Snokur.is er mjög mikilvægur öllum þeim sem ferðast um svæðið, frá fjöru til fjalls og einnig þeim sem áhuga hafa á heimaslóðum sínum og sögu þeirra.
Hér til hliðar er yfirlitsmynd þar sem sjá má staðsetningu gömlu bæjanna. Einnig er á síðunni inngangur ritaður af Helga. Á undirsíðu sem fjallar um gerð síðunnar má nálgast upplýsingar um Örnefnafélagið Snók og hvernig síðan var unnin. Þar eru ljósmyndarar tilgreindir og þakkir færðar til þeirra sem að síðunni komu.
Virkni síðunnar er útskýrð á undirsíðu nefnd leiðbeiningar. Hægt er að leita innan síðunnar og einnig er hægt að hafa samband við aðstandendur hennar.
Ágætu lesendur sksiglo. Þetta er síðasta fréttin sem ég set inn á vefinn, þar sem mér hefur verið sagt upp störfum. Að lokum vil ég þakka fyrir gott og ánægjulegt samstarf. Guðmundur Skarphéðinsson.
Athugasemdir