Óskar, síldin og Siglufjörður - málverk Arnars Herbertssonar
Hinn árlegi eyfirski safnadagur verður laugardaginn 4. maí. Frítt er inn á söfnin á svæðinu frá kl. 13.00-17.00. Að þessu sinni er dagurinn helgaður sögufrægu fólki. Okkar maður verður Óskar Halldórsson, frægasti síldarspekúlant á Íslandi.
Klukkan 14 fer fram svolítil kynning á Óskari og mun starfsfólk safnsins lesa úr Guðsgjafaþulu Laxness og Óskars sögu Halldórssonar
eftir Ásgeir Jakobsson. Opið verður í Þjóðlagasetrinu kl 14-17. Óskar Halldórsson hefur verið mörgum hugleikinn enda
stórbrotinn persóna í sögu okkar - bæði hér á Siglufirði og á landsvísu. Einn þeirra sem skoðað hafa Óskar
sérstaklega er Arnar Herbertsson listmálari (Siglfirðingur náttúrlega!) og eru bæði málverkin hér eftir hann.
Róbert Gudfinnsson
Athugasemdir