Óvenju mörg skip við legu á Siglufirði
sksiglo.is | Almennt | 29.12.2010 | 12:55 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 451 | Athugasemdir ( )
Skömmu fyrir jól landaði frystitogarinn Brettingur 70 tonnum af frosinni iðnaðarrækju hjá Ramma ehf. en þetta er gott hráefni sem unnið verður á næsta ári.
Brettingur kom til Siglufjarðar frá Flæmingjagrunni. Fleiri landanir voru fyrir jól á Siglufirði en Mánaberg kom með 176 tonn af afla og Sigurbjörgin landaði 153 tonnum í desember í tveimur löndunum og var það mest af þorski.
Eins og Siglfirðingar urðu varir við lágu óvenju mörg skip við Siglufjarðarhöfn þessi jólin.
Brettingur kom til Siglufjarðar frá Flæmingjagrunni. Fleiri landanir voru fyrir jól á Siglufirði en Mánaberg kom með 176 tonn af afla og Sigurbjörgin landaði 153 tonnum í desember í tveimur löndunum og var það mest af þorski.
Eins og Siglfirðingar urðu varir við lágu óvenju mörg skip við Siglufjarðarhöfn þessi jólin.
Athugasemdir