Pacta Lögmenn og Enor með glæsiveislu
Pacta lögmenn og Enor héldu glæsilega veislu síðastliðinn fimmtudag í tilefni opnunar skrifstofu á Siglufirði en skrifstofan er til húsa
að Eyrargötu 24b, í sama húsnæði og Eining-Iðja.
Veitingarnar voru ekki af verri endanum og hvergi var slegið slöku við í því að hreinlega troða í mann veitingunum.
Starfsfólk PACTA lögmanna og Enor sem ég hitti og spjallaði við í veislunni voru mjög ánægð með opnun stofunnar og hlakka til að geta
farið að veita Fjallbyggðingum þjónustu.
Ásgeir Örn Blöndal, hdl. hjá PACTA lögmönnum sagði að með þessu væri hægt að bjóða einstaklingum og fyrirtækjum í Fjallabyggð betri þjónustu í heimabyggð en starfsmenn PACTA og Enor koma til með að verða reglulega á ferðinni í Fjallabyggð.
Ásgeir tók fram að þjónustan væri öllum opin og minnti á að félagsmenn Einingar-Iðju sem leita beint til PACTA, njóta
afsláttarkjara samkvæmt samningi þar um á milli PACTA og Einingar-Iðju.
Glæsileg veisla og glæsilegur hópur lögmanna og endurskoðenda og við óskum þeim innilega til hamingju með þetta allt saman.
Það er bara allt að gerast á Sigló
Athugasemdir