Pacta lögmenn á Siglufirði

Pacta lögmenn á Siglufirði Pacta lögmannsstofa opnar nýja starfsstöð á Siglufirði á morgun, þriðjudaginn 25. september. Ásgeir Örn Jóhannsson

Fréttir

Pacta lögmenn á Siglufirði

Pacta lögmannsstofa opnar nýja starfsstöð á Siglufirði á morgun, þriðjudaginn 25. september. Ásgeir Örn Jóhannsson héraðsdómslögmaður hjá Pacta lögmönnum á Akureyri mun stýra Siglufjarðar skrifstofunni og veita okkur heimamönnum og fyrirtækjum í bænum þá lögfræðiþjónustu sem þeir leita eftir.

Skrifstofan verður í húsnæði Einingar-Iðju að Eyrargötu 24b. Hægt er að panta tíma fyrir viðtal hjá Ásgeiri eða heyra í honum í síma 440 7900. Að sögn Ásgeirs Arnar verður hann með fasta viðveru á Siglufirði einn dag í mánuði frá kl. 9:00 til 15:00 til að byrja með.

Fyrsta viðtal við lögmanninn verður íbúum Siglufjarðar og öðrum viðskiptavinum án kostnaðar í september og október. Að sögn Ásgeirs Arnar starfa 22 lögmenn hjá Pacta lögmönnum um land allt, starfsstöðin á Siglufirði er sú ellefta sem Pacta lögmenn opna. Aðrar starfsstöðvar okkar eru í Reykjavík, Akranesi, Ísafirði, Blönduósi, Sauðárkróki, Akureyri, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Vestmannaeyjum og á Selfossi.

Með samræmdu upplýsingakerfi og nútíma samskiptalausnum hafa lögmenn Pacta einstakan aðgang að reynslu og sérþekkingu annarra lögmanna stofunnar, óháð því hvar á landinu þeir starfa. Þetta gerir okkur kleift að bjóða einstaklingum og fyrirtækjum vandaða lögfræðiráðgjöf og sérfræðiþekkingu á öllum sviðum lögfræðinnar um allt land, en jafnframt að ná tengslum við íbúa og öðlast starðarþekkingu í svona mörgum bæjarfélögum víðsvegar um land.

Ásgeir Örn Jóhannsson

Texti og myndir: Aðsent




Athugasemdir

19.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst