Pæjumót TM á Siglufirði 10.-12. ágúst
sksiglo.is | Almennt | 10.08.2012 | 16:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 570 | Athugasemdir ( )
Háttvísiverðlaun stuðningsmanna veitt í fyrsta sinn. Dagana 10.-12. ágúst verður Pæjumótið á Siglufirði
haldið í 22 sinn.
Einnig fá pæjur afhentan þátttökupening til minningar um mótið ásamt verðlaunum fyrir efstu sætin í hverjum flokki. Líkt og fyrri ár mun það lið sem þykir sýna mesta háttvísi innan vallar sem utan vinna til Háttvísiverðlauna KSÍ. Í ár mun TM jafnframt veita ný háttvísi verðlaun, en þau verða veitt því stuðningsmannaliði sem þykir sýna mesta háttvísi á mótinu.
Þannig vill TM hvetja til þess að stuðningsmenn liðanna séu stelpunum góð fyrirmynd þegar kemur að leiknum.
Sjáumst hress og kát á glæsilegu Pæjumóti TM!
Nánari upplýsingar um mótið má nálgast á slóðunum:
http://www.tm.is/tm/samfelagsmal/paejumot
Athugasemdir