Pæjumót TM á Siglufirði 10.-12. ágúst

Pæjumót TM á Siglufirði 10.-12. ágúst Háttvísiverðlaun stuðningsmanna veitt í fyrsta sinn. Dagana 10.-12. ágúst verður Pæjumótið á Siglufirði haldið í

Fréttir

Pæjumót TM á Siglufirði 10.-12. ágúst

Háttvísiverðlaun stuðningsmanna veitt í fyrsta sinn. Dagana 10.-12. ágúst verður Pæjumótið á Siglufirði haldið í 22 sinn.

Mikil stemming er fyrir mótinu en það hefur um árabil verið eitt stærsta kvennaknattspyrnumót landsins. Um 700 stúlkur á aldrinum 8 - 12 ára munu mæta til Siglufjarðar ásamt fríðu föruneyti foreldra og annarra stuðningsmanna og skemmta sér saman. Líkt og undanfarin ár fá allir þátttakendur afhentar glæsilegar gjafir frá TM sem munu nýtast vel yfir mótið.

Einnig fá pæjur afhentan þátttökupening til minningar um mótið ásamt verðlaunum fyrir efstu sætin í hverjum flokki. Líkt og fyrri ár mun það lið sem þykir sýna mesta háttvísi innan vallar sem utan vinna til Háttvísiverðlauna KSÍ. Í ár mun TM jafnframt veita ný háttvísi verðlaun, en þau verða veitt því stuðningsmannaliði sem þykir sýna mesta háttvísi á mótinu.

Þannig vill TM hvetja til þess að stuðningsmenn liðanna séu stelpunum góð fyrirmynd þegar kemur að leiknum.

Sjáumst hress og kát á glæsilegu Pæjumóti TM!

Nánari upplýsingar um mótið má nálgast á slóðunum:

http://www.tm.is/tm/samfelagsmal/paejumot

http://kfbolti.is/efni/p%C3%A6jum%C3%B3t

Texti og mynd: Aðsend



Athugasemdir

17.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst