Pæjumótið fer vel af stað
sksiglo.is | Almennt | 10.08.2013 | 11:00 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 530 | Athugasemdir ( )
Pæjumótið fer vel af stað en í gær, föstudag, voru spilaðir ríflega 150 leikir á átta völlum.
Í gær var frábært veður til íþróttaiðkunnar enda hlýtt og þurrt. Ögn votara á þó að vera í dag en það kemur líklega ekki að sök þar sem keppendur eru hér til að hafa gaman af og sýna skemmtileg tilþrif eins og sást vel á völlunum í gær. Jónsi í Svörtum fötum og Leikhópurinn Lotta léttu krökkunum síðan stund í miðbænum í gærkvöldi.
Athugasemdir