Páll og Herhúsið í Kiljunni í kvöld.

Páll og Herhúsið í Kiljunni í kvöld. Áfram heldur kynning á Siglfirsku menningarlífi í bókmenntaþættinum Kiljunni. Í kvöld les Páll Helgason ljóð sitt um

Fréttir

Páll og Herhúsið í Kiljunni í kvöld.

Herhúsið. Mynd Ö.K.
Herhúsið. Mynd Ö.K.

Áfram heldur kynning á Siglfirsku menningarlífi í bókmenntaþættinum Kiljunni. Í kvöld les Páll Helgason ljóð sitt um hugarástand þjóðar í miðju góðæri, ljóð sem hann orti snemma árs 2008 og líta má á sem nokkurs konar spádóm um hrunið mikla.


Þá verður einnig umfjöllun um Herhúsið og stutt viðtal við Jónatan Harris bandarískan listamann sem er þar í mikilli vinnu annað árið í röð.
Í dag vinnur svo Kiljufólkið að þætti sem fluttur verður í Kiljunni að viku liðinni þar sem fjallað verður um bók Örlygs, Svipmyndir úr síldarbæ. Þar verður mikið af viðbótarmyndum frá gamalli tíð og er Kiljan í beinu sambandi við okkur í Ljósmyndasafni Siglufjarðar um miðlun góðra ljósmynda til þeirra- mikill vilji er hjá öllum að vanda þennan þátt því þessi fjölþætta Siglufjarðarkynning er okkur öllum mikils virði.



Athugasemdir

10.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst