Pappírssölunni og dósasöfnuninni er frestað um viku á Siglufirði
Innsent efni.
Vegna hvassviðris þá hefur verið ákveðið að fresta pappírssölunni og dósasöfnuninni á Sigló um viku, þ.e. verður fimmtudaginn 20.febrúar kl 17:30 (iðkendur og foreldrar á Siglufirði taka þann tíma frá).
Við teljum ekkert vit í því að fara t.d. í dósasöfnun í þessu veðri, þar sem dósapokarnir myndu líklega
fjúka út um allan bæ.
Hins vegar mun pappírssalan fara fram eins og auglýst hefur verið á Ólafsfirði í dag og eiga iðkendur og foreldrar á Ólafsfirði að
mæta í vallarhúsið kl 17:30.Þar munu aðilar frá stjórninni og meistaraflokk einnig aðstoða.
Athugasemdir