Skemmtun og spenna á paramótinu í blaki
sksiglo.is | Almennt | 09.04.2012 | 17:40 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 628 | Athugasemdir ( )
Föstudaginn langa fór fram paramótið í blaki en það er haldið til styrktar standblaksvellinum á Siglufirði. Þetta er annað árið sem þetta mót er haldið og líkt og í fyrra var þátttaka mjög góð.
Alls mættu 28 pör eða 56 blakarar til leiks þetta árið. Mótið fór þannig fram að þrjú og þrjú pör voru saman í lið og var dregið í lið fyrir hverja hrinu. Hvert par spilaði 8 hrinur og var hver hrina upp í 15 stig. Góð stemning var í íþróttahúsinu og mikil spenna enda vegleg verðlaun í boði.Spennan var svo mikil að tvö pör enduðu í efsta sæti en það voru annars vegar skötuhjúin Rósa Dögg og Róbert Haraldsson og hins vegar mæðgurnar Sigurlaug Guðjónsdóttir og Jóhanna. Rétt á eftir þeim komu svo reynsluhjónin Ólafur Kárason og Þórey (Didda). Allir verðlaunahafarnir fengu vegleg páskaegg fyrir árangurinn ásamt því að liðin í efsta sæti fengu gjafabréf að veglegri máltíð frá Rauðku.
Við viljum þakka öllum þátttakendum fyrir þátttökuna og þeim sem aðstoðuðu okkur við framkvæmdina fyrir hjálpina. Nú styttist óðum í öldungamótið í blaki sem fram fer í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð í lok mánaðarins þar sem yfir 1100 keppendur munu mæta til leiks.








Strandblaksnefndin
Myndir: Gunnlaugur St. Guðleifsson
Athugasemdir