Peningarnir í Síldarminjasafninu.
sksiglo.is | Almennt | 22.05.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 728 | Athugasemdir ( )
Ég ákvað að kíkja aðeins í Síldarminjasafnið fyrir stuttu. Þegar ég kom inn í þetta magnaða safn rölti ég móður,másandi og kófsveittur upp á efri hæð safnsins þar sem ég vissi að Örlygur væri oftast til húsa.Þegar ég kem upp var Örlygur í óðaönn að telja peninga. Ég horfði á hann smá stund og spyr hann svo að því hvort hann hafi verið að taka út gamla skyldulífeyrissparnaðinn. Það var nú ekki alveg svo gott, og hérna kemur svar Örlygs um það hvaða peninga hann var að telja og sortera í óða önn.Svar Örlygs : Ég er að telja verðlaunapeninga Valbjörns Þorlákssonar. Hann var Siglfirðingur og einn af mestu íþróttamönnum landsins fyrr og síðar. Tók þátt í þrennum Ólympíuleikum og varð Norðurlandameistari í tugþraut 1965. Í rauðu vatnsfötunni hérna sem hann sendi Síldarminjasafninu til varðveislu fyrir nokkrum árum reyndust vera 12 kíló og 600 grömm af 611 íslenskum medalíum og 58 frá erlendum eða fjölþjóða íþróttamótum! Auk þess sendi hann 48 bikara og mótsgripi í tveimur kössum. Ástæða fyrir þessari talningu er sú að ég er að ljúka við að skrifa kafla um Valbjörn og fjölskyldu hans hér á Siglufirði og hvernig leið þeirra lá út um allan heim. Ég hef unnið nú lengi, í frístundum mínum, við að skrifa handrit að nýrri bók sem getur verið að komi út næsta haust. Nokkurskonar framhald af þeirri fyrri með sögum af siglfirsku fólki.Þetta var alveg virkilega gaman að sjá og maður gerir sér ekki almennilega grein fyrir fjölda verðlaunapeninganna nema að sjá þá með berum augum.
669 verðlaunapeningar.
Athugasemdir