Pósthúsið á Siglufirði
Pósthúsið á Siglufirði
Ég kom við í Pósthúsinu á Siglufirði fyrir stuttu síðan. Um leið og ég kom inn var mér boðið kaffi,
nýbakaðar sörur og konfekt sem ég þáði með þökkum. Jólin voru greinilega snemma á ferð þetta árið hjá
Póstinum.
Eitthvað var Pósthússtjórinn að reyna að malda í móinn þegar ég bað um að fá að taka myndir af henni en það
breyttist fljótlega og hún var hreinlega farin að biðja mig um að taka bara fullt af myndum af sér og núna held ég að ég sé hreinlega
alltaf velkominn með myndavélina.
Jóna Guðný var aðeins auðveldari í sambandi við myndatöku og fannst þetta eiginlega bara alveg stórkostleg hugmynd, bara eiginlega alveg
meiriháttar góð hugmynd og sagði mér í óspurðum fréttum að hún þyrfti sko ekki að mála sig fyrir myndatöku af
því hún væri svo hugguleg svona ómáluð.
Ég fékk að taka eina hópmynd af þeim Halldóru, Jónu Guðnýju, Jakobi og Benjamín. Heiðrún var ekki komin þegar ég
tók myndina, hún var úti að bera út en kom stuttu seinna.
Svo dáðist ég að bréfberunum og því sem þeir gera og ber mikla virðingu fyrir þeirra starfi. Það er örugglega ekki auðvelt
að bera út póstinn um allan bæ í allavega veðrum og færð.
Ég fékk smá útsýnistúr um neðri hæð Pósthússins og mér var sýnt ýmislegt eins og peningskápinn sem
var notaður áður en kortavitleysan öll byrjaði. Svo fékk ég að skoða gömlu pósthólfin, reyndar bara í fjarlægð
því trúnaður við viðskiptavini er stórt atriði hjá Póstinum og pósthólfin eru ennþá í notkun.
Á meðan ég var inn á Pósthúsinu og sötraði kaffi og maulaði á nýbökuðum sörum sem og makkintosi þá kom Guðný Kristinsdóttir með það sem hún kallaði "burðardýr" með sér. Og þegar ég horfði á hana hlaða pökkum á Daða Stein sem var í hlutverki "burðardýrsins" þá skildi ég þessa nafngift og sárvorkenndi karlinum. En svo hélt ég bara áfram að drekka kaffi og maula á sörum þannig að ég steingleymdi því strax að vorkenna honum.
Svo kemur aðal málið. Símaklefarnir!! Mér fyndist til dæmis virkilega flott að láta Súperman og jafnvel Spider-man búninga hanga inn
í símaklefunum. Það held ég að væri góð hugmynd. Ég sé það fyrir mér að fólk geti komið við
í Pósthúsinu á Siglufirði og sýnt börnum og ferðamönnum hvar þetta byrjaði allt hjá Súperman.
Halldóra og Jóna Guðný alveg hreint yfir sig spenntar
að láta taka myndir af sér.
Benjamín Ingi Guðgeirsson bílstjóri og Jakob
Sigurðsson bréfberi
Ég náði þessari mynd af bréfberunum rétt
áður en þau fóru að bera út póstinn til bæjarbúa. Heiðrún Sólveig Jónsdóttir og Jakob Sigurðsson.
Benjamín, Jóna Guðný, Halldóra og Jakob.
Heiðrún Sólveig Jónasdóttir.
Gamli símaklefinn. Hugsið ykkur ef það væri
nú súperman búningur hangandi þarna.
Gamla peningageimslan. Núna held ég að það sé aðalega geymt þarna jólaskraut.
Pósthólfin góðu. Ég hélt reyndar að
allir væru farnir að nota tölvupóst, en það er önnur saga.
Bakhliðin.
Jóna Guðný bað mig alveg sérstaklega um að
setja þess mynd á vefinn, þannig að hér er hún.
Guðný Kristins að hlaða á
burðardýrið.
Þetta var ferð númer 2 hjá Daða Stein.
Daði Steinn.
Athugasemdir