Premium ehf.
sksiglo.is | Almennt | 02.02.2011 | 15:50 | Helga Sigurbjörnsdóttir | Lestrar 824 | Athugasemdir ( )
Premium ehf., er nýstofnað fyrirtæki, með lögheimili hér á Siglufirði, sem sér um skráningu iðgjalda, innheimtu og greiðslu viðbótarlífeyrissparnaðar fyrir Bayern- Versicherung, þýskan lífeyrissjóð.
Starfsemi fyrirtækisins hófst nú nýverið og er með skrifstofu á efstu hæð í Suðurgötu 10, hér í bæ.
Tveir starfsmenn eru nú starfandi, sem vinna í bakvinnslu, en bætt verður þriðja starfsmanninum við núna um miðjan febrúar n.k.Vonandi eftir nokkra mánuði verður síðan bætt við fjórða starfsmanninum, sagði Ásta Rós Reynisdóttir, framkvæmdastjóri, í viðtali við bl. Siglo.is.
Athugasemdir